Að tengja allar hamfarir við loftslagsbreytingar og gefa ranglega í skyn að allt sé að versna verulega gerir það að verkum að við hunsum hagnýtar og hagkvæmar lausnir á meðan fjölmiðlar beina athygli okkar að dýrum loftslagsaðgerðum sem hjálpa lítið.
Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Bjørn Lomborg

Umfjöllun fjölmiðla vekur þá ónotalegu tilfinningu að loftslagsbreytingar séu að gera jörðina óbyggilega. Linnulaust dynja á okkur fréttir af flóðum, þurrkum, stormi og skógareldum. Okkur eru ekki aðeins birtar myndir af mannskæðum hamförum í okkar nágrenni heldur hvaðanæva úr heiminum, sé myndefnið nógu skelfilegt.

Samt sem áður eru áhrifin, sem þessari hamfarafrétta-orrahríð er ætlað vekja hjá okkur, mjög villandi og gera það erfiðara að koma stefnumálum að loftslagsbreytingum á réttan kjöl. Gögn sýna að loftslagstengdir atburðir eins og flóð, þurrkar, stormar og skógareldar valda ekki fjölgun dauðsfalla. Tölur um mannskaða hafa þvert á móti fallið hratt. Síðastliðinn áratug urðu loftslagstengdar hamfarir 98% færri að fjörtjóni en fyrir einni öld.

Þetta ætti ekki að koma á óvart

...