Björn Zoëga, fráfarandi forstjóri Karolinska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð, mun taka við stærsta sjúkrahúsi Sádi-Arabíu í næsta mánuði. Þetta upplýsir hann í viðtali í Morgunblaðinu í dag
Björn Zoëga
Björn Zoëga

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Björn Zoëga, fráfarandi forstjóri Karolinska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð, mun taka við stærsta sjúkrahúsi Sádi-Arabíu í næsta mánuði. Þetta upplýsir hann í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir hann frá því að síðastliðin tvö ár hafi honum borist fjöldi starfstilboða en að verkefnið sem nú bíði hans hafi komið á borð hans í kjölfar þess að upplýst var að hann hygðist láta af starfi sínu í Svíþjóð.

Áður en að því kom höfðu forsvarsmenn sjúkrahússins í Sádi-Arabíu óskað eftir því að hann tæki sæti í stjórn stofnunarinnar.

Spítalinn sem um ræðir nefnist King Faisal Specialist Hospital and Research Centre.

Þar starfa um 15 þúsund

...