Ásta segir starfsfólki Krónunnar mjög brugðið.
Ásta segir starfsfólki Krónunnar mjög brugðið.

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Þetta er mál sem er búið að vera í gangi í þó nokkurn tíma, eða frá því við sögðum upp samningum við Wok On í nóvember í fyrra. Við höfum reynt að koma okkur út úr þessum samningum en lagalega hliðin hefur verið þannig að við höfum ekki getað lokað stöðunum því þá værum við skaðabótaskyld,“ segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, spurð að því hvers vegna Krónan hafi ekki slitið samstarfi við veitingastaðinn Wok On fyrr.

Wok On rak þrjá staði í verslunum Krónunnar, í Mosfellsbæ, á Granda og á Akureyri. Segir Ásta samningum við fyrirtækið hafa verið sagt upp stuttu eftir að fregnir af ólöglegum matvælalager komust í hámæli en Krónan hafi viljað slíta samstarfi þá þegar. „En þar sem fyrirtækið var með 12 mánaða uppsagnarákvæði gátum við ekki lokað

...