Nýlistasafnið Af hverju er Ísland svona fátækt? ★★★★½ Sæmundur Þór Helgason sýndi ný verk í samtali við verk úr safneign eftir Ástu Ólafsdóttur, Bjarka Bragason, Daða Guðbjörnsson, Erling Klingenberg, Geoffrey Hendricks, G.Erlu, Hildi Hákonardóttur, Írisi Elfu Friðriksdóttur, John Cage, Níels Hafstein, Rúnu Þorkelsdóttur, Snorra Ásmundsson, Steingrím Eyfjörð og Wiolu Ujazdowska. Sýningarstjóri: Odda Júlía Snorradóttir. Sýningunni er lokið, en hún var opin frá 19. janúar til 3. mars 2024.
Plastpokar Innsetning Sæmundar Þórs vakti athygli en hann notaði m.a. Bónuspoka sem hann festi í alla glugga.
Plastpokar Innsetning Sæmundar Þórs vakti athygli en hann notaði m.a. Bónuspoka sem hann festi í alla glugga. — Morgunblaðið/María Margrét Jóhannsdóttir

Myndlist

María Margrét

Jóhannsdóttir

Segja má að nýtt ár hafi farið af stað með krafti í Nýlistasafni Íslands, Nýló. Á sýningunni Af hverju er Ísland svona fátækt? er íslenskt samfélag tekið til skoðunar út frá fátækt og neyslumenningu.

Listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason setur sig í spor rannsóknarblaðamanns. Hann fer í Kringluna í aðdraganda jóla og spyr fólk sem valið er af handahófi þriggja spurninga: Hvað er fátækt? Er fátækt á Íslandi? og loks Hvernig getur Ísland risið upp úr fátækt? Sýningunni er þar með skipt í þrjá kafla með flatskjáum þar sem svörin fá að hljóma í sífellu um sýningarsalinn.

Bleika svínið í öllu sínu veldi

Umgjörð sýningarinnar

...