Hrollvekjandi Tilda Swinton og John C. Reilly í kvikmynd Lynn Ramsay, We Need to Talk About Kevin, frá 2011.
Hrollvekjandi Tilda Swinton og John C. Reilly í kvikmynd Lynn Ramsay, We Need to Talk About Kevin, frá 2011.

Kvikmynda- og bransahátíðin Stockfish fagnar 10 ára afmæli í ár og af því tilefni verður aðgangur að henni ókeypis. Hátíðin fer fram í Bíó Paradís 4.-14. apríl og verður boðið upp á fjölbreytt úrval kvikmynda auk kvikmyndatengdra viðburða.

Heiðursverðlaun Stockfish verða afhent að vanda og að þessu sinni hljóta þau tvær konur fyrir framúrskarandi framlag til kvikmynda, hin skoska Lynne Ramsay og Laufey Guðjónsdóttir. Ramsay hlýtur verðlaunin fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar á alþjóðavettvangi og Laufey fyrir framlag sitt til íslensks kvikmyndaiðnaðar, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Við viljum fylla bíósalina af forvitnu fólki, ungu, miðaldra og gömlu, af öllum kynjum og alls staðar frá. Fólki sem kann að meta góðar, vel sagðar sögur, stórbrotna myndræna söguleysu, rómantík, angist eða bara

...