Um allan heim eru miklir möguleikar til að bera kennsl á og forgangsraða þeirri stefnu sem myndi skila mestum áhrifum fyrir hverja krónu.
Kodjo E. Mensah-Abrampa
Kodjo E. Mensah-Abrampa

Kodjo E. Mensah-Abrampa, Thomas Chataghalala Munthali, Bjørn Lomborg

Sérhverri þjóð í heiminum mætir fjöldi viðfangsefna, áskorana og ólíkra sjónarmiða og óska um framtíðina. Í fullkomnum heimi myndum við vilja taka á öllu en takmörkuð úrræði og fjárhagsleg geta þvinga raunheiminn til að forgangsraða.

Að segja að sumt verði að gera fyrst er umdeilt af því að augljóslega verður ýmislegt annað þá ekki fyrst. Þess vegna forðast margir stjórnmálamenn skýra forgangsröðun og vilja frekar láta líta út fyrir að þeir geti sannarlega reynt að gera allt.

Á heimsvísu hefur þessi nálgun verið greypt í svokölluð sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru loforð sem hvert einasta land hefur undirritað um að ljúka bókstaflega öllu því góða sem hægt er að hugsa sér fyrir árið 2030. Í 169 hátimbruðum

...