„Ástæða friðlýsingar Borgarneskirkju er tvíþætt,“ segir Pétur H. Ármannsson arkitekt, en núna á uppstigningardag verður kirkjan formlega friðlýst við hátíðlega athöfn. „Í fyrsta lagi hefur engin bygging verið friðlýst í Borgarnesi hingað til og það þótti vel við hæfi að kirkjan yrði fyrir valinu
Borgarnes Borgarneskirkja er á einstökum útsýnisstað í bænum.
Borgarnes Borgarneskirkja er á einstökum útsýnisstað í bænum. — Morgunblaðið/Eggert

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Ástæða friðlýsingar Borgarneskirkju er tvíþætt,“ segir Pétur H. Ármannsson arkitekt, en núna á uppstigningardag verður kirkjan formlega friðlýst við hátíðlega athöfn. „Í fyrsta lagi hefur engin bygging verið friðlýst í Borgarnesi hingað til og það þótti vel við hæfi að kirkjan yrði fyrir valinu. Bæði er hún áberandi bygging og setur svip á bæjarmyndina. Síðan er kirkjan líka gott dæmi um verk arkitektsins Halldórs H. Jónssonar, sem var einmitt ættaður frá Borgarnesi. Hann gaf alla vinnu sína við hönnunina á kirkjunni og átti stóran þátt í að velja henni stað í sínum gamla heimabæ,“ segir Pétur og bætir við að Borgarneskirkja sé einnig fyrsta bygging Halldórs sem sé friðlýst.

Pétur og Björn Jón Björnsson sagnfræðingur halda erindi um Halldór á fimmtudaginn, en auk þeirra heldur umhverfisráðherra ávarp sem og fv. sóknarprestur,

...