Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Yrkis, segir fyrirtækið bíða svara frá borginni varðandi skipulag á lóðinni Hringbraut 12. Yrkir er líkt og N1 dótturfélag Festi en N1 er með bensínstöð á lóðinni.

Lóðin var ein þeirra sem samið var um í samkomulagi borgarinnar við olíufélögin um fækkun bensínstöðva.

Fram kemur í samkomulagi borgarinnar við Festi vegna Hringbrautar 12 að Festi sé lóðarhafi og að lóðin sé skilgreind sem viðskipta- og þjónustulóð. Hún sé alls 4.766 fermetrar, samkvæmt Þjóðskrá Íslands, og á henni standi 503,2 fermetra þjónustustöð með verslun og veitingaaðstöðu, bílaþvottaaðstöðu, þremur eldsneytisdælum fyrir sex bíla, auk 38,9 fermetra eldsneytistanka.

Óvissa um

...