Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Heildargreiðslur RÚV til verktaka námu 993 milljónum króna í fyrra. Þær námu til samanburðar 740 milljónum króna árið 2018. Sú upphæð er um 995 milljónir króna á verðlagi í apríl, samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar, sé upphæðin núvirt frá og með desember 2018.

Greiðslur til verktaka hafa því staðið í stað á þennan mælikvarða en verktökum fjölgað eins og grafið hér til hliðar sýnir.

Haft var eftir Stefáni í Morgunblaðinu á dögunum að verktakar hjá RÚV væru „eðli málsins samkvæmt ekki starfsmenn og þurfa því ekki leyfi til að sinna öðrum störfum líkt og gildir um fastráðna starfsmenn“.

Tilefnið var að verktaki hjá RÚV, sem var áberandi sjónvarpsmaður, hafði samhliða

...