Meirihluti fjárlaganefndar telur skynsamlegt að skoðað verði hverjir séu kostir og gallar þess að Ríkisútvarpið verði hefðbundin A-1 ríkisstofnun og að framlög til stofnunarinnar verði ákveðin í fjárlögum hvers árs

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Meirihluti fjárlaganefndar telur skynsamlegt að skoðað verði hverjir séu kostir og gallar þess að Ríkisútvarpið verði hefðbundin A-1 ríkisstofnun og að framlög til stofnunarinnar verði ákveðin í fjárlögum hvers árs. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans um fjármálaáætlunina fyrir árin 2025 til 2029.

Segir meirihlutinn að núverandi fyrirkomulagi, þar sem framlög til RÚV hækka samkvæmt sérlögum og útvarpsgjald er ákveðið einu sinni á ári, fylgi ákveðin rekstraráhætta. Engin tengsl séu því á milli lögbundinnar hækkunar framlaga og útgjalda stofnunarinnar. Bent er á að tekjur RÚV aukast þegar hagvöxtur eykst, íbúum fjölgar og auglýsingatekjur aukast en þróun útgjalda tengist aftur á móti launahækkunum opinberra starfsmanna og öðrum kostnaðarhækkunum, t.d. við aðkeypta þjónustu.

...