Eðlilegt væri að greitt væri fyrir auknar framleiðsluheimildir en ekki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu.
Valdimar Ingi Gunnarsson
Valdimar Ingi Gunnarsson

Í nýju frumvarpi um lagareldi á að gefa heimild til að færa lífmassa á milli eldissvæða. Jafnframt eru ákvæði um heimild til að framselja laxahluti (lífmassi af eldislaxi). Þessar breytingar leiða til aukinnar framleiðslu og verðmæta eldisleyfa. Fyrst skulum við skoða þróun mála áður en komið er að einstökum tillögum í frumvarpinu.

Stefnumótun

Í yfirgripsmikilli og fróðlegri skýrslu Boston Consulting Group (BCG) um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi, sem var unnin fyrir matvælaráðuneytið og gefin út í febrúar 2023, er að finna margar tillögur sem nýst hafa við stefnumótun stjórnvalda. BCG lagði til heimild um að færa lífmassa af eldislaxi á milli svæða en kom ekki með neinar tillögur um framsal laxahluta. Laxahlutir eru hlutdeild rekstrarleyfishafa af heildarlaxamagni sem heimilt er að ala hverju sinni í sjókvíum hér á landi. Í framhaldi af skýrslu BCG og skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi...