Það er pólitísk ákvörðun að setja tugum milljarða meira í vaxtagjöld en aðrar þjóðir Evrópu. Það finnst mér skringileg forgangsröðun fjármuna.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Á sjómannadaginn síðasta datt mér í hug að opna á eins konar bryggjuspjall um daginn og veginn heima í Hafnarfirði með því að fara í sjómann við þá sem kynnu að hafa gaman af.
Einn viðmælandi nefndi að hann væri sáttur við tal Viðreisnar um frjálslyndi en fyndist orðræða okkar um Evrópusambandið aðeins of einhæf. Ég svaraði að þetta væru tvær hliðar á sama peningi. Önnur hliðin endurspeglaði frjálslynda hugmyndafræði okkar. Hin væri dæmi um leið að markmiðum, sem öll byggðust á frjálslyndri hugsun um lýðræði, frelsi og stöðugleika.
Pólitík snýst einfaldlega um ólíkar leiðir að sameiginlegum markmiðum. Aðild að Evrópusambandinu og evrópska myntsamstarfinu er þannig hvorki stefna né markmið í sjálfu sér. Hún er hins vegar vænleg leið og skynsöm til að ná mörgum stefnumálum og markmiðum fram, sem þjóðin á sameiginlega.
Tökum dæmi:

Jöfn tækifæri

...