Guðlaug Magnúsdóttir fæddist 6. janúar 1945. Hún lést 4. júní 2024. Útför Guðlaugar fór fram 24. júní 2024.

Mér var mjög brugðið þegar Bjarni, sonur Gullýjar, tilkynnti mér andlát móður sinnar. Ég vissi vel um veikindi hennar, sem höfðu varað lengi, en grunaði ekki að endirinn væri svo skammt undan.

Gullýjar minnist ég fyrst úr Melaskóla. Hún var í F-bekk en ég í G í sama árgangi og stóðu bekkirnir okkar í röð, hlið við hlið, áður en gengið var í stofurnar. Við kynntumst síðan lítillega þegar við 15 ára gamlar unnum saman eitt sumar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Eftir það lágu leiðir okkar ekki saman, svo heitið gæti, þar til hún kom í viðtal vegna starfs á skjalasafni Ráðhúss árið 1999 en ég hafði þá nýtekið við starfi forstöðumanns þess. Í viðtali vegna starfsins kom hún afskaplega vel fyrir og ég sá að hún var rétta manneskjan í starfið.

Það var einstakt

...