Vasaþjófnaður hefur færst í vöxt á helstu ferðamannastöðum Íslands, sem hefur leitt til aukinnar áherslu á forvarnir innan ferðaþjónustunnar.

Viktoría Benný B. Kjartansdóttir
viktoria@mbl.is

Vasaþjófnaður hefur færst í vöxt á helstu ferðamannastöðum Íslands, sem hefur leitt til aukinnar áherslu á forvarnir innan ferðaþjónustunnar. Landverðir hafa bætt eftirlit sitt, meðal annars með skiltum sem vara ferðamenn við hættunni.

„Það er alltaf brugðist við tilkynningum þegar þær berast, ef það er tilkynnt um vasaþjófnað, hvort sem er í þéttbýli, dreifbýli eða á ferðamannastöðum, þá er einhver sendur á staðinn,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, spurður um viðbrögð lögreglunnar við vandanum. Jón segir lögregluna hafa reynt að bregðast við með auknu eftirliti, en erfitt sé að eiga við vandann.

Dagur Jónsson yfirlandvörður tekur undir þetta og segir að lögreglan hafi verið sýnileg á þeim ferðamannastöðum þar sem vasaþjófnaður á það til að vera hvað mestur. Það er á fjölförnum

...