Viðreisn hefur lagt áherslu á það frá upphafi að áskorunum í heilbrigðiskerfinu verði að mæta af fullum þunga. Að leiðir til úrbóta verði að fara fram fyrir allt annað á forgangslistanum.
Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Það virðist vera sama hvert leiðin liggur; í matvörubúðina, saumaklúbbinn, ræktina eða á fund með kjósendum. Alls staðar er fólk að ræða biðlista og skort á sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Nú ætla ég ekki að láta eins og þessi umræða sé ný af nálinni eða komi á óvart, heldur velta því upp hvort við séum mögulega farin að tala um þessi mál á annan hátt en við gerðum áður. Vegna þess að ástand sem við héldum að væri tímabundið er orðið viðvarandi.

Í stað þess að skiptast á dæmisögum úr kerfi sem gæti verið að springa, ræðum við nú tíu mánaða biðlista eftir nauðsynlegri þjónustu eins og það sé frekar vel sloppið og innan eðlilegra marka.

Í stað þess ærast yfir kerfi sem gengur út á að fólk finni leiðir til að brúa áralangt bil eftir hjúkrunarheimili erum við bara nokkuð fegin þegar biðin styttist úr fimm árum í fjögur. Við erum farið að venjast slíkri tilhugsun. Og þróa með okkur biðlistaónæmi.

Þessi aðlögunarhæfni er

Höfundur: Hanna Katrín Friðrikson