Úkraínumenn enda í fjórða sæti með 4 stig og markatöluna 2:4. Þeir urðu þar með að sætta sig við að falla úr keppni þrátt fyrir sigur gegn Slóvakíu og jafntefli gegn Belgíu.
Fögnuður Rúmenar fögnuðu vel í Stuttgart eftir að hafa tryggt sér sigur í E-riðlinum á Evrópumótinu.
Fögnuður Rúmenar fögnuðu vel í Stuttgart eftir að hafa tryggt sér sigur í E-riðlinum á Evrópumótinu. — AFP/Javier Soriano

EM í fótbolta
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is

Einhver ótrúlegasta niðurstaða í riðlakeppni á stórmóti í fótbolta leit dagsins ljós í gær þegar flautað var til leiksloka í tveimur síðustu leikjunum í E-riðli Evrópumóts karla í Þýskalandi.

Rúmenía og Slóvakía gerðu jafntefli, 1:1, í Frankfurt og á sama tíma gerðu Belgía og Úkraína markalaust jafntefli í Stuttgart.

Þar með urðu liðin fjögur öll jöfn að stigum í riðlinum með fjögur stig hvert.

Rúmenar standa uppi sem sigurvegarar með 4 stig og markatöluna 4:3, og mæta fyrir vikið liði sem hafnar í þriðja sæti í sínum riðli.

Belgar eru í öðru sæti með 4 stig og markatöluna 2:1 og þeir mæta engum öðrum en nágrönnum sínum Frökkum í sextán liða úrslitum keppninnar.

Slóvakar enda í þriðja sæti með 4 stig og markatöluna 3:3 og þeir mæta einu af sigurliðunum

...