„Þá er tómt mál að tala um að hér ríki orkuskortur þegar við eigum tilbúna virkjun í Reykjavík, sem þarfnast örlítilla lagfæringa til gangsetningar.“
Björn Gíslason
Björn Gíslason

Á síðasta fundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) lagði undirritaður til að hafin yrði framleiðsla á rafmagni í Elliðaárvirkjun að nýju, með það fyrir augum að tryggja orkuöryggi heimila í Reykjavík. Innviðir sem nú þegar eru til staðar við Rafstöðina í Elliðaárdal verði nýttir, en fjárfest yrði í nýrri túrbínu sem gæti framleitt allt að sex til tíu megavött af rafmagni, en sú gamla annaði einungis rúmum þremur megavöttum. Með þeirri aðgerð einni verði hægt að tryggja orkuöryggi allt að 17 þúsund heimila í Reykja­vík, sem samsvarar um 34% heimila í höfuðborginni.

Lítið sem ekkert rask

Verði farið í framkvæmdina mun það kosta lítið sem ekkert rask. Skoðað verði að byggja 15 fermetra jarðhýsi, þar sem túrbínunni yrði komið fyrir, vestan megin við rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal.

Þá er rörið (fallpípan) sem notað er til að leiða vatnsrennslið almennt nokkuð heillegt

...