Eignarhaldsfélagið BLM fjárfestingar, sem keypti hlut ríkisins og Arion banka í Klakka (áður Exista), fjórfaldaði verðmæti félagsins á örfáum árum. Háar greiðslur vegna ráðgjafaþjónustu félagsins kunna að kalla á frekari rannsókn.
Ríkiseignir Sigurður Þórðarson, fv. settur ríkisendurskoðandi, hefur áður gert fjölmargar athugasemdir við innra stjórnskipulag Lindarhvols.
Ríkiseignir Sigurður Þórðarson, fv. settur ríkisendurskoðandi, hefur áður gert fjölmargar athugasemdir við innra stjórnskipulag Lindarhvols. — Morgunblaðið/Eggert

Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is

Eignarhaldsfélagið BLM fjárfestingar, sem keypti hlut ríkisins og Arion banka í Klakka (áður Exista), fjórfaldaði verðmæti félagsins á örfáum árum. Háar greiðslur vegna ráðgjafaþjónustu félagsins kunna að kalla á frekari rannsókn.

Þetta kemur fram í bréfi sem Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi og settur ríkisendurskoðandi vegna Lindarhvols ehf., hefur sent héraðssaksóknara. Hann lét afrit af bréfinu fylgja til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og ríkisskattstjóra. Morgunblaðið hefur bréfið undir höndum.

Sigurður hefur sem kunnugt er haft uppi mikla gagnrýni um starfsemi Lindarhvols, sem hafði umsjón með sölunni á Klakka til BLM fjárfestinga. Eins og fjallað var um í Morgunblaðinu í mars sl. telur Sigurður að ríkið hafi orðið af um 1,7 milljörðum króna með sölunni, sem skýrist að mestu af þeim tekjum

...