Verðbólga Fjármálaráðherra fagnar lækkandi verðbólgu.
Verðbólga Fjármálaráðherra fagnar lækkandi verðbólgu. — Morgunblaðið/Eggert

Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar, forsætisráðherra og fjármálaráðherra fagna því að verðbólgumælingar sýni verðbólgu nú mælast undir 6%. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,8% samkvæmt tölum Hagstofunnar sem birtar voru í gærmorgun, og lækkar úr 6,2% frá fyrri mánuði. Þetta er í fyrsta sinn frá því í janúar 2022 sem verðbólga mælist undir 6%.

„Þetta er auðvitað í takt við þær væntingar sem við höfum haft að verðbólgan væri að fara niður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannesson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is í gær. Sigurður Ingi sagði það mikilvægt að þrátt fyrir að verðbólga mælist á niðurleið að halda áfram með aðhald í ríkisfjármálunum. Í haust verði lögð fram aðhaldssöm fjárlög.

Vill hraustlega lækkun

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði tíðindin ánægjuleg í samtali við mbl.is í gær. Það verði þó að gæta hófsemi og

...