„Við höfðum velt fyrir okkur að sýna verkið á Skeiðarársandi, en okkur finnst mjög gaman að fá tækifæri til að sýna það á Höfn, og Nr.5 Umhverfing er sannarlega fullkominn vettvangur og listafólkið sem tekur þátt tengist flest svæðinu, rétt eins og við.“
Arngrímur og Jóna „Okkur finnst frábært að sýna þetta verk á heimaslóðum loftbelgsins frá stríðsárunum sem innsetning okkar vísar til.“
Arngrímur og Jóna „Okkur finnst frábært að sýna þetta verk á heimaslóðum loftbelgsins frá stríðsárunum sem innsetning okkar vísar til.“

Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is

„Við höfðum velt fyrir okkur að sýna verkið á Skeiðarársandi, en okkur finnst mjög gaman að fá tækifæri til að sýna það á Höfn, og Nr.5 Umhverfing er sannarlega fullkominn vettvangur og listafólkið sem tekur þátt tengist flest svæðinu, rétt eins og við,“ segja þau Arngrímur Borgþórsson myndlistarmaður og Jóna Berglind Stefánsdóttir textílhönnuður, en innsetning þeirra „Strandaglópur“, opnar í dag í Skreiðarskemmunni á Höfn í Hornafirði. Innsetningin er hluti af sýningunni Umhverfing nr.5 á Hornafirði, en þar eru sýnd listaverk eftir 49 listamenn á svæði sem nær yfir rúmlega 210 kílómetra, eða suðausturhorn Íslands frá Lómagnúpi að Eystrahorni.

Innsetning þeirra Arngríms og Jónu er þó nokkuð fyrirferðarmikið verk, þrír sinnum þrír metrar að stærð. Það er einhvers konar blanda af loftbelg og risa regngalla, og verkinu er bæði haus og fætur.

...