Skúli Margeir Óskarsson Gunnarstein fæddist 3. september 1948. Hann lést 9. júní 2024. Útför Skúla fór fram 24. júní 2024.

Nú er elsku Skúli bróðir farinn í sumarlandið og komið skarð í systkinahópinn. Margar minningar dúkka upp þegar hugurinn reikar til baka. Systkinahópurinn var stór en húsnæðið frekar lítið, þar átti því oft við hið fornkveðna að þröngt mega sáttir sitja. Skúli var svo fimur og liðugur sem krakki að stundum sást hann á handahlaupum út um allan bæ. Honum gat dottið ýmislegt í hug, eitt sinn þegar ég var að drepast úr harðsperrum og gat varla gengið sagðist hann hafa ráð við þessu. Hann greip þá í höndina á mér og hljóp svo upp og niður túnið í Laufási og dró mig með sér æjandi og veinandi. Kunni ég honum litlar þakkir en svei mér þá ef harðsperrurnar minnkuðu ekki bara helling. Það var svo dásamlegt með Skúla að hann var alltaf svo hress og kátur jafnvel

...