Félagið Selvík ehf., sem er í eigu athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar, mótmælti harðlega þeirri ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar að samþykkja umsókn frá T. Ark Arkitektum fyrir hönd Samkaupa þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóð.
Siglufjörður Lóðin sem um ræðir, sem Samkaup falast eftir undir nýja verslun, við hlið veitingahúsanna Hannes Boy og Kaffi Rauðka.
Siglufjörður Lóðin sem um ræðir, sem Samkaup falast eftir undir nýja verslun, við hlið veitingahúsanna Hannes Boy og Kaffi Rauðka. — Tölvuteikning/Samkaup

Egill Aaron Ægisson
egillaaron@mbl.is

Félagið Selvík ehf., sem er í eigu athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar, mótmælti harðlega þeirri ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar að samþykkja umsókn frá T. Ark Arkitektum fyrir hönd Samkaupa þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóð. Vilja Samkaup byggja nýja verslun í miðbæ Siglufjarðar.

Lóðin var eitt sinn í eigu Róberts sem afsalaði sér henni til sveitarfélagsins árið 2018 en stefnt var að uppbyggingu á svæðinu sem færi eftir samkomulagi á milli félags hans Selvíkur og Fjallabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd gat ekki veitt vilyrði fyrir lóðinni vegna þess að lóðin er ekki á óskipulögðu svæði – en nefndin veitti hins vegar leyfi fyrir því að unnið yrði að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins. Var þetta samþykkt á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 22. maí síðastliðinn.

Þann 29.

...