Strætó Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 1. júlí næstkomandi.
Strætó Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 1. júlí næstkomandi. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ný gjald­skrá hjá Strætó tek­ur gildi þann 1. júlí næst­kom­andi. Nem­ur hækk­un­in 3,2% á stök­um far­gjöld­um og 3,85% á tíma­bil­skort­um. Verð á Klapp-plast­kort­um helst þó óbreytt eða 1.000 kr.

Ákvörðunin er tekin af stjórn fé­lags­ins.

„Ástæðan fyr­ir hækk­un á gjald­skrá er meðal ann­ars til að mæta al­menn­um kostnaðar­verðshækk­un­um hjá Strætó sem og hærri launa­kostnaði en einnig til að draga úr þörf á frek­ari hagræðingu í leiðar­kerfi Strætó á höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Sam­hliða gjald­skrár­hækk­un Strætó hef­ur Vega­gerðin ákveðið að hækka einnig verð fyr­ir stök far­gjöld í Strætó á lands­byggðinni.

Í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni seg­ir að hækk­un­in nemi 5,3% og fer stakt far­gjald úr 570 kr. í 600 kr. Verð á tíma­bil­skort­um mun hald­ast óbreytt. Sem dæmi fer ferð frá Reykja­vík til Ak­ur­eyr­ar úr 12.540 kr. í 13.200 kr. og ferð

...