Meiri­hlut­inn í sveit­ar­stjórn Þing­eyj­ar­sveit­ar er sprung­inn. Á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í gær var til­kynnt um að meiri­hluta­sam­starfi E-list­ans væri lokið.

Meiri­hlut­inn í sveit­ar­stjórn Þing­eyj­ar­sveit­ar er sprung­inn. Á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í gær var til­kynnt um að meiri­hluta­sam­starfi E-list­ans væri lokið vegna „vegna al­var­legs trausts- og trúnaðarbrests á milli full­trúa meiri­hlut­ans“.

Þetta kom fram í bók­un þriggja bæj­ar­full­trúa E-list­ans.

Í Þing­eyj­ar­sveit eru 9 bæj­ar­full­trú­ar og tveir list­ar. E-list­inn skipaði meiri­hlut­ann með 5 bæj­ar­full­trúa og minni­hlut­ann skipuðu fjór­ir bæj­ar­full­trú­ar K-list­ans.

Nýr meiri­hluti hef­ur verið myndaður af K-list­an­um, Gerði Sig­tryggs­dótt­ur (E-listi) og Knúti Emil Jónas­syni (E-listi).