Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Snorrahúsa, segir útlit fyrir að byggðar verði nokkuð þúsund færri íbúðir á næstu árum en kallað hefur verið eftir.
Þétting byggðar Fjölbýlishús í byggingu gegnt Sjómannaskólanum.
Þétting byggðar Fjölbýlishús í byggingu gegnt Sjómannaskólanum. — Morgunblaðið/Baldur Arnarson

Sviðsljós
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is

Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Snorrahúsa, segir útlit fyrir að byggðar verði nokkuð þúsund færri íbúðir á næstu árum en kallað hefur verið eftir.

Tilefnið er viðtal við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR og stjórnarformann hjá Bjargi íbúðafélagi, í Morgunblaðinu í gær en hann telur stefna í bráðavanda á húsnæðismarkaði. Meðal annars sé að draga úr uppbyggingu hjá Bjargi, sem ætlað er að tryggja tekjulágum hagkvæmt húsnæði, og þá sé leigufélagið Blær aðeins að fara að afhenda 36 íbúðir um næstu áramót.

Kristinn Þór segir gæta viss misskilnings um hagkvæmni íbúða hjá Bjargi, sem byggt hefur um þúsund íbúðir, enda sé heildarkostnaður þeirra nær sá sami og hjá einkaaðilum, jafnvel þótt lóðir fylgi frítt með. Skýringin sé meðal annars meiri kostnaður við eftirlit og hönnun hjá Bjargi en hjá einkaaðilum.

...