Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð.

Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð:

Við krónur tvær ég kenndur er,
og kvaðning burt úr lífi hér,
svo er ég líka hávært hróp,
mér heiti þetta ellin skóp.

„Lausnarorðið er kall“ segir Úlfar Guðmundsson:

Reyndist túkall buddu bót.
Burtkallaður lífi frá.
Hávært kallað mér í mót.
Meiri kallinn aldnir fá.

Guðrún B. leysir gátuna:

Týnd sú dásemd túkallinn.
Með tímanum fæst dauðans kall.
En hávær köll um hápallinn,
þar heyrðist karlinn eiga spjall.

Þá er það lausnin segir Helgi R. Einarsson:

Ég túkall ekki' á til.
Á Tótu kalla vil.
Að lokum kallið kemur.
Kall einn þetta semur.

Harpa Í

...