Þrátt fyrir kynnt átak er lóða- og íbúðaskortur fram undan

Borgarstjóri kynnti stöðu húsnæðisátaks í liðinni viku og sagði við það tilefni að bygging fleiri nýrra íbúða væri að fara af stað um þessar mundir en í fyrra. Þetta er út af fyrir sig jákvæð þróun en mikið vantar upp á að fjöldi nýbygginga sé sá sem hann þarf að vera í höfuðborginni. Þetta má til dæmis sjá af því að fullgerðar nýbyggingar voru nær tvöfalt fleiri árið 2020 en í fyrra og þær íbúðir sem hafist er handa við nú, hvað þá þær sem aðeins eru komnar í glærukynningar borgaryfirvalda, eiga langt í land með að leysa húsnæðisvanda borgarbúa.

Núverandi borgarstjóri hefur reynt að breyta áherslum í rétta átt, en augljóst er að lítill árangur hefur náðst innan núverandi meirihlutasamstarfs, enda er stefna samstarfsflokkanna óbreytt. Fulltrúar Pírata og Samfylkingar hafa tekið hugmyndum um að byggja á nýju landi, það er að segja utan þéttingarreita, víðs fjarri.

Til marks um þetta er að áformin sem kynnt voru snerust

...