Engum dettur lengur í hug að forsetinn ráði við fjögur ár til viðbótar

Tvö af áhrifamestu dagblöðum Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að Joe Biden forseti hætti við framboð eftir skelfilega frammistöðu í kappræðunum við Donald Trump fyrrverandi forseta á fimmtudag. Ekki var búist við miklu af Biden sem hefur á undanförnum misserum hið minnsta sýnt að hann hefur ekki lengur heilsu til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna.

Annað þessara blaða, The Wall Street Journal, hefur ekki verið í stuðningsliði Bidens – og raunar ekki heldur Trumps. Þar á bæ benda menn þó á að Bandaríkjamenn verði að eiga val í komandi forsetakosningum og með Biden í framboði fyrir demókrata sé Trump eini kosturinn. En til að Biden verði ekki í framboði verði hann sjálfur að ákveða að hætta við, engin leið sé að losna við hann á annan hátt.

Hitt blaðið, The New York Times, sem ávallt styður fulltrúa demókrata, segir nú að Biden ætti að hætta við. Hann sé ekki lengur sá sem hann var fyrir fjórum árum og ráði ekki

...