Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Nýverið voru samþykktar breytingar á húsaleigulögum á Alþingi. Markmið breytinganna er að bæta réttarstöðu leigjenda og þannig auka húsnæðisöryggi. Í breytingunum felst skýrari rammi um ákvörðun leigufjárhæðar og aukinn fyrirsjáanleiki – en verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir breytingum í þessa veru um talsvert skeið. Frumvarpið sem lagt var fram er afrakstur margra starfshópa sem settir hafa verið á fót á undanförnum árum í samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins.

Þrátt fyrir þessar tímabæru breytingar er eftir sem áður afar mikilvægt að halda áfram að finna áhrifaríkar leiðir til þess að auka húsnæðisöryggi, enda er þörfin fyrir húsnæði svo mikil frumþörf að markaðsöflunum einum og sér má ekki eftirláta að uppfylla hana. Þar þurfum við einkum að horfa á framboðshliðina og fjölga samningum um uppbyggingu húsnæðis við sveitarfélög. Við þurfum jafnframt að rýna betur þær áætlanir sem við miðum við svo þær endurspegli sem

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir