Unnur Halldórsdóttir fæddist 3. mars 1938. Hún lést 12. júní 2024.

Útför Unnar fór fram 25. júní 2024, klukkan 13.

Ótrúlegt finnst mér að vera að skrifa þessa minningargrein um þig elsku amma mín. Ekki er maður tilbúinn þegar kallið kemur svona frekar fljótt. Þú varst alltaf svo hress og svo mikil gleði í kringum þig enda vildu langömmubörnin alltaf kíkja á þig í Furugerði þegar við komum í bæinn. Vissulega varstu orðin gleymin en við gerðum nú mikið grín að því, enda líka hverjir gleyma ekki hinu og þessu í dag?

Ég er svo þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum. Allt frá því að við ömmubörnin vorum lítil þá áttuð þið afi mikinn sess í lífi okkar enda voruð þið mikið að brasa með okkur elstu barnabörnunum ykkar, eins og tjaldútilegurnar, fengum oft að gista hjá ykkur – sem okkur fannst geggjað því við vissum að við yrðum aldrei skammaðar

...