Þórhildur Garðarsdóttir
Þórhildur Garðarsdóttir

Reykjavíkurborg hefur nú auglýst eftir þátttakendum í forval verktaka sem annast myndu byggingu fjölnotahúss á íþróttasvæði KR við Frostaskjól. Betri aðstaða og nýjar byggingar hafa lengi verið baráttumál félagsins og nú eru þau mál loksins að komast á hreyfingu. „Við höfum í raun dregist aftur úr, því á síðustu áratugum hefur aðstaða flestra annarra íþróttafélaga í borginni verið endurbætt. Þessu höfum við mjög fundið fyrir í starfi KR,“ segir Þórhildur í samtali við Morgunblaðið.

Fyrir liggja samningar milli KR og Reykjavíkurborgar um að á svæði félagsins skuli byggja fjölnotahús með knattspyrnuvelli í hálfri stærð. Húsið verður um 4.500 fermetrar að flatarmáli. Einnig verður á svæðinu reist tengibygging; um 2.200 að grunnfleti. Þórhildur segir knatthúsið nýja munu breyta miklu fyrir starf yngri flokka í fótboltanum sem alls um 800 krakkar stunda. Í tengihúsinu skapist líka aðstaða fyrir ýmsar aðrar íþróttagreinar sem hafa verið æfðar

...