Öll Norðurlönd halda uppi landamæravörslu nema Ísland sem gerir það ekki þrátt fyrir ótvíræða heimild í Schengen-samningnum.
Einar S. Hálfdánarson
Einar S. Hálfdánarson

Öll Norðurlönd halda uppi landamæravörslu nema eitt. Og þau hafa að auki strangari lagaramma en við. Ísland gerir það ekki þrátt fyrir ótvíræða heimild í Schengen-samningnum. Finnland gengur enn lengra og hefur lokað landamærastöðvum við Rússland vegna misnotkunar á hælisleitendakerfinu. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins létu Davíð Þorláksson forstjóri borgarlínunnar og Jón Gunnarsson þv. dómsmálaráðherra „samræmingarnefnd“ fella út þegar samþykkta tillögu um að Ísland hæfi landamæravörslu. Hið sama gerðu þeir við tillögu um að útlendum flugfélögum yrði gert að fara að íslenskum lögum. Árlegur kostnaður við hælisleitendur nemur ekki bara uppgefnum 25 milljörðum á ári, 40-50 milljarðar er nær lagi. Ekkert hefur verið Sjálfstæðisflokknum dýrara en dekrið við ólöglega hælisleitendur til að þóknast fámennum hópi vinstrafólks sem öskrar á Austurvelli þegar aðrir eru í vinnu. Þar er komin meginskýringin á fylgishruni flokksins (sem ég hafði reyndar spáð

...