Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir á Boðnarmiði …

Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir á Boðnarmiði:

Hér áður fyr unnust þau heitt
en ekki það gekk, sem er leitt,
svo karlinn tók búsið
og kerlingin húsið
en kötturinn fékk ekki neitt.

Jón Jens Kristjánsson um kappræður í BNA:

Mikið eiga þeir mannval, Kanar,
þó margt sé þeim lagt til hnjóðs
og geta nú horft þegar gamlir hanar
gogga hver annan til blóðs.

Guðmundur og Sólveig í Laufási héldu áfram:

Þeir sagt geta fátt til að friða heiminn.
Fullur af hatri Trumpinn er.
Biden er orðinn illa gleyminn.
Enginn veit hvernig þetta fer.

Hafdís Bennett skrifar: Þegar foreldrar mínir voru unglingar var það algengur leikur að „kveðast á“. Þetta hefir líklega algjörlega dáið út með þeirra kynslóð,

...