Bókarkafli: Þröstur Ólafsson hefur lifað viðburðaríka og annasama ævi, eins og hann rekur í bókinni Horfinn heimur og segir frá fjölbreyttum störfum sínum á sviði menningar, verslunar og stjórnmála.
Þröstur „Þessi ár mín í fjármálaráðuneytinu voru mikil átakaár.“
Þröstur „Þessi ár mín í fjármálaráðuneytinu voru mikil átakaár.“ — Morgunblaðið/Eyþór

Ráðalaus ríkisstjórn

Þegar ég vaknaði einn morguninn sagði Þórunn kona mín mér frá undarlegum draumi sem hana hafði dreymt. Hún sagði Ragnar Arnalds, þáverandi fjármálaráðherra, hafa legið á milli okkar úti á köldum og nístandi berangri. Yfir okkur lá húð af stórgrip. Okkur var kalt og vindurinn gnauðaði. Svo hvarf henni draumsýnin.

Ég hló og grínaðist með að þarna væri Ragnari rétt lýst að liggja hríðskjálfandi undir nautshúð í kulda og vosbúð. Við hlógum. Ég var ekki nema rétt sestur við vinnuborð mitt hjá Máli og menningu þegar síminn hringdi; Ragnar var í símanum og segir að hann hafi fengið ábendingu frá forystumönnum BSRB um að ég væri sá sem gæti best glímt við væntanlega kjarasamninga, sem væru allir í uppnámi og hnút; ég hefði starfað að gerð starfsmats fyrir BSRB og væri þar flestum hnútum kunnugur. Hann spurði hvort ég vildi verða aðstoðarmaður sinn. Ég hló inn í mér án þess að

...