Víkingur úr Reykjavík styrkti stöðu sína á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu með því að leggja Fram að velli
Skoraði Danijel Dejan Djuric skoraði annað mark Víkings í gær.
Skoraði Danijel Dejan Djuric skoraði annað mark Víkings í gær. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Víkingur úr Reykjavík styrkti stöðu sína á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu með því að leggja Fram að velli, 2:1, á Víkingsvelli í gærkvöldi.

Víkingur er efstur með 33 stig, sjö stigum fyrir ofan Breiðablik í 2. sæti, þegar liðið hefur leikið 14 leiki. Önnur lið deildarinnar eiga einn eða tvo leiki til góða. Fram er áfram í 6. sæti með 16 stig.

Framarar mega vera svekktir með niðurstöðuna þar sem gestirnir fengu nokkur góð tækifæri til þess að jafna metin en allt kom fyrir ekki.

Víkingur hélt út og sýndi styrk sinn með því að krækja í þrjú stig án þess að leika sérlega vel.

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði þriðja deildarmark sitt á tímabilinu og Danijel Dejan Djuric sitt sjötta.

Framarinn Guðmundur Magnússon skoraði fimmta mark sitt í deildinni.

Myndatexti:

Morgunblaðið/Óttar Geirsson

...