Þannig mætti segja að báðar sýningarnar geri okkur meðvituð um brýn samfélagsmál, hraðann í nútímasamfélagi, umhverfisógnina, hégómann og sjálfumgleðina.
Aldís Arnardóttir er forstöðumaður Hafnarborgar og er 
hér við verk eftir Amy Brener.
Aldís Arnardóttir er forstöðumaður Hafnarborgar og er hér við verk eftir Amy Brener. — Morgunblaðið/Arnþór

Fjórar listakonur sýna verk á sýningum í Hafnarborg. Í aðalsal safnsins á efri hæð er sýningin Í tíma og ótíma. Þar sýna Arna Óttarsdóttir, Leslie Roberts og Amy Brener. Sýningarstjóri er Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.

„Hugmyndin að sýningunni kviknar í samtali milli okkar Ingunnar. Í framhaldi af ákvörðun um að sýna verk eftir Örnu kom upp hugmynd um að vera með samsýningu þar sem verk hennar væru í samtali við verk annarra listamanna sem fjalla um tímann í víðu samhengi. Ingunn sýningarstjóri þekkir til verka Leslie Roberts og fannst hún passa inn í þetta þema og svo kom svo nafn Amy Brener upp í framhaldi,“ segir Aldís Arnardóttir forstöðumaður Hafnarborgar.

Vefnaður, blönduð tækni og skúlptúrar

Arna fæst við myndvefnað. „Hún notast við vefstól, þessa aldagömlu aðferð en er samt alltaf í verkum sínum að fást við samtímann og hraðann sem við búum við í dag. Hún notar til að mynda skissubók, krot

...