Útihátíðir eru stór hluti íslenskrar sumarmenningar.
Útihátíðir eru stór hluti íslenskrar sumarmenningar.

Mikilvægur hluti sumarfrísins fyrir marga eru ferðalög, hvort sem það er suður á bóginn á framandi slóðir, en einnig þykir Íslendingum gott að ferðast innanlands. Gott er að búa í náttúruparadís þar sem nóg er að skoða, svo sem hálendið, íslenska smábæi eða sveitakyrrðina.

Ein skemmtun sem ávallt er viðeigandi að sumarlagi er tónlist. Hægt er að finna ótrúlegan fjölda af skemmtilegum lögum og eitthvað við hæfi allra. Margir taka upp gítarleik á sumrin og eru íslensk dægurlög ávallt vinsæl. Þar má nefna ýmsa íslenska tónlistarmenn, svo sem Bubba Morthens, Björgvin Halldórs og hljómsveitina Sálina hans Jóns míns. Mikið af íslensku tónlistarfólki slær í gegn með sumarsmellum og má segja að þessi flokkur tónlistar sé orðinn svo vinsæll að sum lög eru nánst einungis spiluð um þetta leyti árs.

Þá er mikilvægt að nefna útihátíðir sem allir landsmenn þekkja, og lífga oft upp á rigningarsöm og litlaus sumur. Þetta er

...