Lúðvík Sigurður Sigurðsson fæddist 23. febrúar 1940. Hann lést á heimili sínu 14. júní 2024.

Útför Lúðvíks fór fram 25. júní 2024.

Í dag verður til grafar borinn vinur minn og starfsbróðir, Lúðvík Sigurðsson. Ég kynntist honum fyrst árið 1982 sem aðstoðarflugmaður hans á Boeing 720/707 flugvélum Arnarflugs h.f.

Lúðvík vakti strax athygli mína fyrir þá miklu reynslu sem hann hafði sem flugmaður í millilandaflugi, en hann hafði lært fagið í Bretlandi og var í framhaldi af því ráðinn til breskra flugfélaga s.s. BOAC, Lloyds og fleirra. Þar öðlaðist hann mikla reynslu í langflugi á leiðum frá Bretlandi til Asíulanda. Hann var snillingur í verklagi í þannig flugum, svo og í fjarskiptum við mismunandi flugumferðastjórnir, svo ólíkar og erfiðar sem þær gátu verið.

Við Lúlli (eins og við kölluðum hann) flugum mikið saman á

...