Eyvindur Hreggviðsson 20. ágúst 1936. Hann lést á Vífilsstöðum 10. júní 2024.

Útför Eyvindar fór fram 24. júní 2024.

Eyvindur var hluti af fjölskyldu minni í Vestmannaeyjum en þar eyddi ég nær öllum sumrum og einum vetri í hartnær tíu ár við leik og störf. Þarna undi ég hag mínum ákaflega vel hjá þeim Hreggviði og Þórunni foreldrum hans og bróður Tómasi, en Þórunn var ömmusystir mín. Þau bjuggu í gömlu húsi sem var nefnt Hlíð, sambyggt var fjárhús og heyrði ég oft krafsað í vegginn en mikið sem það var gaman að fá að fara út í Elliðaey þar sem féð gekk á beit. Þeir bræður dekruðu og stríddu mér eins og þeim einum var lagið. Eyvi var bifvélavirki eins og bróðir hans og pabbi og ráku þeir saman verkstæði þar sem þeir unnu af miklum dugnaði og þjónustulund næstum allan sólarhringinn, þarna var líka fjör og þótti mér ákaflega gaman að snuddast þar í kring þótt ekki

...