Sítt hár var ekki komið í tísku og enginn heilvita maður lét sjá sig með skeggbrodda á fésinu eins og nú tíðkast. Rakarastofur höfðu því nóg að gera.
Þórir S. Gröndal
Þórir S. Gröndal

Ég man ekki nákvæmlega hvenær ég fékk fyrstu ekta klippinguna á rakarastofu. Mamma og eldri systir mín beittu skærunum á lubbann á mér alveg fram undir ferminguna. Þá fékk ég fyrst að fara til Óla rakara, sem var giftur föðursystur og sá hann um klippingar í fjölskyldunni. Á þessum árum voru rakarastofurnar í bænum merkar og vinsælar stofnanir. Margir rakarameistarar voru þjóðkunnir menn og komust oft í blöðin. Sítt hár var ekki komið í tísku og enginn heilvita maður lét sjá sig með skeggbrodda á andlitinu eins og nú tíðkast. Rakarastofurnar höfðu því nóg að gera.

Svo kom tímabil þegar síða hárið þótti fínt og þá áttu margir hárskerar mjög bágt. En sem betur fer, þá var algjör skalli ekki orðinn algengur. Menn sem voru að missa hárið héldu áfram að koma í klippingu þótt færri hár væru eftir. Þeir sem voru bara með gróður í vöngunum ræktuðu þau hár svo hægt væri að greiða þau yfir auðnina á háskallanum. Ég man eftir skopteikningu

...