Verksmiðja Carbfix á Völlunum Hafnarfirði. Mjög mikilvægt að koma eins miklum upplýsingum og hægt er til íbúa um þær hættur sem geta verið af þessari verksmiðju.
Guðmundur Helgi Víglundsson
Guðmundur Helgi Víglundsson

Nú stendur yfir tilraunaverkefni við Straumsvík og á iðnaðarsvæðinu á Völlunum við Hafnarfjörð sem ber nafnið „DemoUpCARMA” undir forystu ETH Zürich í samstarfi við Carbfix. Tilraunaverkefnið felst í því að flytja til landsins 50 stk. 20 feta gámatanka með fljótandi lífrænu koldíoxíði (CO 2 ). Hver tankur inniheldur 20 tonn af lífrænu CO 2 , sem framleitt er með gerjun lífmassa.


Rétt eins og sýra brennir húð brennir kolsýrða Carbfix-vatnið sig í berglög og þvingar þau til að losa málma á borð við kalsíum, magnesíum og járn. Með tímanum eiga þessir málmar, uppleystir í koldíoxíðinu, að mynda karbónatsteindir sem fylla upp í holótt basaltið.

Þessum CO 2 -mengaða vökva á að dæla niður á Völlunum í Hafnarfirði. Á kynningarfundi um stækkun hafnarinnar í Straumsvík upplýsti Carbfix að val á staðsetningu verksmiðjunnar

...