Hugbúnaðarfyrirtækið Blikk býður upp á nýja greiðslulausn þar sem greiðsla er framkvæmd með millifærslu í gegnum greiðslugátt í vefverslun eða smáforriti í verslun.
Fjártækni Bjarni Gaukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Blikks og Jónína Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Blikks.
Fjártækni Bjarni Gaukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Blikks og Jónína Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Blikks. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Magdalena Anna Torfadóttir
magdalena@mbl.is

Hugbúnaðarfyrirtækið Blikk býður upp á nýja greiðslulausn þar sem greiðsla er framkvæmd með millifærslu í gegnum greiðslugátt í vefverslun eða smáforriti í verslun. Lausnin nefnist reikning í reikning greiðslulausn og virkar þannig að millifærsla er framkvæmd á sama tíma og sala er kláruð.

Jónína Gunnarsdóttir rekstrarstjóri Blikks segir að með lausninni fari peningurinn ekki í sama ferðalag og hann fer í gegnum ef kort eru notuð.

„Við komum ekki við peninginn og erum í raun eins og umferðarlögregla. Millifærslan er framkvæmd á sömu sekúndunni,” segir Jónína.

Munurinn á lausn Blikks og hefðbundnum greiðslukortalausnum er að peningurinn fer ekki í gegnum marga milliliði og jafnvel út úr landi og aftur inn í landið með tilheyrandi kostnaði.

Seðlabankinn hefur tekið saman kostnað

...