Margt er kúnstugt við þær kosningar sem nú standa yfir

ESB-kosningar urðu fyrstar í röðinni þegar kosningaveislan byrjaði. Má segja að þar hafi smáþúfa velt þungu hlassi, því að þær kosningar hafa að jafnaði sáralítil áhrif eða engin og fara oftast hjá í felulitunum. En nú brá svo við að Emmanuel Macron forseti Frakklands móðgaðist mjög þegar að hann áttaði sig á að flokkur Marine Le Pen var orðinn helmingi stærri á Evrópuþinginu en flokkur sjálfs forseta Frakklands. Klukkustund eftir að Macron fékk þessa niðurlægjandi frétt, hafði hann sent þjóðþingið í sveitina og boðað kosningar innan skamms og það frekar tvennar en einar.

Fyrri kosninguna vann gyðjan Marine Le Pen með töluverðum yfirburðum og vann meira en aðrir þá því hún fékk yfir 30 þingmenn, sem þurftu ekki að leita á þau mið í seinni umferðinni. Það var engu líkara en að kosningarnar væru enn að leika sér að forsetanum, því að flokkur hans tryggði sér aðeins tvo þingmenn, sem þurftu ekki að sækjast eftir þingsæti í seinni

...