María Jóhanna Lárusdóttir fæddist í Reykjavík 14. október 1946. Hún lést á bráðadeild Borgarspítalans í Reykjavík 20. júní 2024.

Foreldrar Maríu voru Lárus Pálsson leikari, f. 1914, d. 1968, og Mathilde Marie Ellingsen, f. 1912, d. 1980.

Hálfbræður Maríu eru Othar Smith, f. 1937, d. 2019, og Paul R. Smith, f. 1940.

María fæddist á Víðimelnum í Reykjavík og gekk í Melaskóla fyrstu árin en svo lá leiðin í Kvennaskólann í Reykjavík þaðan sem hún lauk gagnfræðaprófi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1971.

María giftist Ólafi Ragnarssyni hæstaréttalögmanni árið 1968 og eignuðust þau þrjá syni: 1) Lárus Páll lögfræðingur, f. 28.12. 1968. Sonur Lárusar og Jóníar Jónsdóttur er

...