Lyf Berglind veltir upp hvort fjöldi 
apóteka bitni á vinnuumhverfinu.
Lyf Berglind veltir upp hvort fjöldi apóteka bitni á vinnuumhverfinu. — Morgunblaðið/Frikki

Elínborga Una Einarsdóttir
elinborg@mbl.is

Deildarforseti lyfjafræðideildar Háskóla Íslands, Berglind Eva Benediktsdóttir, tekur ekki undir áhyggjur Lyfjastofnunar af fækkun nemenda sem hefja grunnnám við deildina og veltir því upp hvort of mörg apótek á höfuðborgarsvæðinu bitni á vinnuumhverfi lyfjafræðinga.

Í Morgunblaðinu sl. mánudag var greint frá áhyggjum Lyfjastofnunar af fækkun nemenda sem hefja grunnnám í lyfjafræði og lágu hlutfalli faglærðs starfsfólks í lyfjabúðum. Til að bregðast við stöðunni lagði stofnunin til að náminu yrði breytt þannig að nemendur fengju einhver starfsréttindi strax að loknu grunnnámi.

Berglind tekur ekki undir áhyggjur Lyfjastofnunar um nemendafjöldann og bendir á að talan milli ára sé mjög breytileg. Þá skipti ekki höfuðmáli hve margir nemendur hefja nám heldur hve margir haldi því áfram og útskrifist sem lyfjafræðingar.

...