Gos Innflæði kviku er nú metið á 
fjóra til sex rúmmetra á sekúndu.
Gos Innflæði kviku er nú metið á fjóra til sex rúmmetra á sekúndu. — Morgunblaðið/Eggert

Hraði landrissins við Svartsengi er nú meiri en fyrir eldgosið sem hófst 29. maí og á svipuðum hraða og það var í byrjun árs. Líkur eru á öðru kvikuhlaupi og/eða eldgosi á næstu vikum eða mánuðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofunnar.

Veðurstofan telur að um þrettán til nítján milljónir rúmmetra af kviku hafi hlaupið úr kvikuhólfinu í síðustu eldsumbrotum.

Innflæði kviku í kvikuhólfið undir Svartsengi er nú metið á fjóra til sex rúmmetra á sekúndu. Miðað við núverandi innflæði verður kvikuhólfið undir Svartsengi komið í svipaða stöðu og fyrir eldgosið 29. maí eftir þrjár til sex vikur.