Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is

Nýr vindorkugarður sem fyrirhugað er að reisa í landi Sólheima í Dalabyggð mun skila um 209 MW af rafmagni með uppsetningu 29 vindmylla. Þetta kemur fram í umhverfismatsskýrslu sem Qair Iceland hefur lagt fram og er til kynningar í Skipulagsgátt. Öllum er frjálst að skila inn umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar fram til 3. september næstkomandi.

Í samantekt matsskýrslunnar kemur fram að framkvæmdasvæðið samanstandi af 3.208 hektara landi á eystri mörkum sveitarfélagsins Dalabyggðar. Búðardalur er um 23 kílómetra vestur af framkvæmdasvæðinu en Borðeyri er í um það bil 10 kílómetra fjarlægð í austur. Gert er ráð fyrir að vindmyllugarðurinn verði þróaður í tveimur áföngum, 21 vindmylla verði í þeim fyrri en átta bætast svo við í þeim síðari. Vindmyllurnar verða 200 metrar á hæð, hæð turns verður 119 metrar og lengd blaðs verður 81 metri. Búist

...