Íþróttasvæði Fyrirhugað knatthús 
er við enda fótboltavallarins.
Íþróttasvæði Fyrirhugað knatthús er við enda fótboltavallarins. — Tölvumynd/KR

Áætlaður kostnaður við byggingu nýs knatthúss Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, er um 2,5 milljarðar króna. Þórhildur Garðarsdóttir formaður KR segir að Reykjavíkurborg muni að fullu fjármagna bygginguna en félagið koma inn í reksturinn þegar þar að kemur.

Frá áformunum var greint í Morgunblaðinu í byrjun vikunnar, en kostnaðar ekki getið eða hvernig hann skiptist. Knatthúsið ásamt tengibyggingu verður byggt á svæði félagsins.

Þórhildur segir KR hafa barist fyrir því í nærri 20 ár að fá knatthús. Börn allt frá fimm ára aldri hafi æft fótbolta úti í hvaða veðri sem er þar sem KR á aðeins einn gervigrasvöll. Fyrir utan hann eru þau með einn sal inni og nokkra grasvelli, en ekki er hægt að æfa á þeim yfir veturinn.

„Algjörlega vonlaust”

„Það hefur varla fallið niður æfing hjá okkur, það er bara æft,” segir Þórhildur í samtali við Morgunblaðið og bætir við

...