Dagmál Jón Pétur hefur ekki trú á 
þeim breytingum sem ráðast á í.
Dagmál Jón Pétur hefur ekki trú á þeim breytingum sem ráðast á í. — Morgunblaðið/María

Lítið sem ekkert eftirlit er með kennslu í íslenskum grunnskólum og er námskráin sem kennarar vinna eftir óskýr. Engar samræmdar mælingar eru gerðar á frammistöðu grunnskólanema og geta einkunnir oft gefið skakka mynd af raunverulegri hæfni þeirra.

Þetta segir Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, í nýjasta þætti Dagmála sem kom út í morgun.

Rúmt hálft ár er liðið frá því niðurstöður PISA-könnunar ársins 2022 voru kunngjörðar. Samkvæmt þeim búa aðeins um 60% nemenda yfir grunnhæfni í lesskilningi við útskrift úr tíunda bekk. Þá búa að meðaltali 66% nemenda yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi og 64% nemenda yfir grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi.

Barna- og menntamálaráðuneytið vinnur að aðgerðaáætlun til að bregðast við niðurstöðunum. Þá var Menntamálastofnun lögð niður og nýrri stofnun komið á laggirnar.

Jón Pétur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart heldur séu

...