Viktor Orban
Viktor Orban

Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands fór til Úkraínu í gær og hitti forsetann Volodimír Selenskí. Orban hvatti til þess að gripið yrði til tímabundins vopnahlés til að flýta fyrir friðarviðræðum við Rússa. Úkraína hefur ítrekað hafnað vopnahléi sem þeir segja að Rússar muni nýta til undirbúnings frekari árásum. Í gær tilkynntu Bandaríkjamenn aðstoð til Úkraínu upp á 2,3 milljarða dollara.

Heimsókn Orbans er degi eftir að Ungverjar tóku við formennsku í Evrópuráðinu, stöðu sem þeir halda næstu sex mánuði.